föstudagur, 5. nóvember 2004

Þetta er spurning um að brosa...
Kúrbítnum finnst brosið einn af þessum flottu eiginleikum mannsins, brosið er ókeypis og alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbæri. Það er mun auðveldara fyrir líkamann að brosa heldur en að gretta sig því maður notar miklu færri vöðva til verksins…..sem sagt orkusparnaður. Að auki býr ekkert annað dýr í heiminum yfir hæfileikanum að brosa nema mannskepnan….nýtum okkur það til hins ýtrasta.

Hrósið...
Kúrbíturinn óskar Ólöfu Maríu Jónsdóttur til hamingju með það að hafa unnið sér sæti á Evrópsku mótaröðinni í golfi...stórkostlegur árangur.

Gleðilega helgi......
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, konum jafnt sem körlum, slétthærðum jafnt sem krullhærðum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og farsældar í viku komandi.

Engin ummæli: