miðvikudagur, 17. nóvember 2004

Litríki í vetrarríki...
Í kjölfar þess að þess að miklum snjó kyngdi niður í höfuðborg Íslands í gær og skammdegið ráði þar ríkjum þá endurbirtir Kúrbíturinn hér topp 10 lista yfir hluti sem Íslendingar geta gert til að gera þessa mánuði ársins skemmtilegri og umfram allt litríkari.

1. Kaupum okkur ódýrara sjónvarpstæki (eða sleppum því) og notum mismuninn til þess að kaupa okkur gashitara á svalirnar eða pallinn.
2. Sleppum því að vera áskrifendur að Stöð 2, leggjum andvirði áskriftarinnar inn á banka og notum peningana til að fara til heitari landa á hverjum vetri, svona til að brjóta hann aðeins upp.
3. Hættum að fylgja vetrartískunni og klæðumst litríkum sumarfötum allan ársins hring.
4. Sleppum því endurnýja jeppann og byggjum risastóra sumarsólstofu fyrir peningana.
5. Höfum íbúðina okkar litríka, þó það sé veðrið sé grátt mestan part ársins þurfum við ekki að hafa íbúðina okkar í stíl við veðrið
6. Ekki leggja grillinu þegar sumrinu lýkur, grillum allan ársins hring, drekkum rauðvín og fílum hið ímyndaða sumar í tætlur.
7. Hættum að drekka þetta skammdegissvarta, bandaríska kók og drekkum í staðinn hinn íslenska appelsínugula Trópí.
8. Höldum partý hverja einustu helgi þar sem þemað verður Hawai.......KOKKTEILAR, MINIPILS OG BIKINÍ.
9. Höfum allt í blómum í íbúðinni hjá okkur sem eru blómstrandi allan ársins hring.
10. Um leið og það kemur sól á veturnar þá eigum við drífa okkur út í litríku úlpuna okkar, setja á okkur uppáhalds sólgleraugun okkar, þrömmum niður í miðbæ og fá okkur ís.

Ef þegnar Hins Kúrbíska Heimsveldis hafa litríkar hugmyndir þá vill Kúrbíturinn að þeir setji þær sem komment hér fyrir neðan.

2 ummæli:

BJ sagði...

Hipp hipp - hér er jeg sammála þér að öllu leitir. Reyndar er jeg næsta ávallt sammála öllu sem þú segir. Serstaklega er jeg sáttur við lið númer 8...

Nafnlaus sagði...

piparsveinalegt er að
Það væri kannski ágætt að taka einn helgarpabbavaríant með í þetta. Fátt betra en að fara í bakarí, kaupa kókómjólk og nokkrar kleinur. Fara með barnið í húsdýragarðinn og borða bakkelsið á meðan dýrin eru skoðuð. Eftir þetta er tilvalið að fara í sund en varast Laugardalslaugina, stóra rennibrautin þar er vissulega mjög freistandi en tröppurnar upp í hana ansi margar, sérstaklega þegar bera þarf 20 kílóa gutta upp þær 10-15 sinnum. Pabbi, bara einu sinni enn! fer að verða þreytandi eftir fyrstu 10 skiptin :-)
kv,
Björninn