föstudagur, 19. nóvember 2004

Skrítnir þessir kranar...
Kúrbíturinn hefur orðið var við marga skrítna krana í gegnum tíðina, margar eru týpurnar og misjafnir eftir stöðum. Á Ítalíu er vinsælt að hafa fótstig til þess að láta vatnið buna úr krananum...er þetta svona svipað og gefa bensínið í botn þegar maður er að keyra bíl. Kúrbíturinn hefur ekki átt í erfiðleikum með þessa krana þar sem oftast er um eitt fótstig að ræða og þeir einungis gerðir fyrir kalt vatn. Aftur á móti hefur Kúrbíturinn orðið var við krana af þessari tegund sem bæði eru gerðir fyrir kalt og heitt vatn. Á þessum krönum eru tvö fótstig...annað fyrir kalda vatnið og hitt fyrir heita vatnið. Þetta olli Kúrbítnum miklu hugarangri, stórkostlegum vandræðum og var hann nánast farin sér að voða. Kúrbítnum fannst mjög erfitt að vera með báðar fætur á fótstigunu og vera á sama tíma að einbeita sér að því að þvo sér um hendurnar...svona eins og að vera að keyra bíl og borðar pylsu á sama tíma.

Kúrbítnum fannst þetta vera áhugaverð lífsreynsla, sigraðist á áskoruninni og er svo sannarlega stolt grænmeti fyrir vikið.

Hrós dagsins...
Kúrbíturinn hrósar Svetly fyrir stórskemmtilega heimasíðu sem er svo sannarlega dagleg lesning hjá Kúrbítnum.

Hamingjuóskir...
Kúrbíturinn óskar Birnu Önnu Björndóttur til hamingju með útkomu skáldsögunnar Klisjukenndir og hvetur þegna sína svo sannarlega að lesa sem mest um þessi jól.

Gleðilega helgi......
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, krullhærðum jafnt sem slétthærðum gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og farsældar í viku komandi.

Engin ummæli: