mánudagur, 8. nóvember 2004

og samráðin halda áfram...
Kúrbíturinn hefur nú lesið afsökunarbréf frá olíufélögunum þremur þar sem þau harma það að hafa stolið frá almenningi yfir 40 milljörðum og öll komu þessi afsökunarbréf með örskömmu millibili. Kúrbíturinn telur að olíufélögin hafi haft samráð um þessar afsökunarbeiðnir, ein afsökunarbeiðni var skrifuð og síðan hafi hún verið umorðuð tvisvar. Það er svolítil tilviljun að það hafi ekkert heyrst frá olíufélögunum hingað til og svo koma afsökunarbréf frá þeim öllum á sama tíma.

Samráðin halda áfram...beint fyrir framan nefið á okkur.

Engin ummæli: