þriðjudagur, 9. nóvember 2004

Dolly Parton að gera góða hluti...
Kúrbíturinn hafði ekki heyrt mikið af Dolly Parton upp á síðkastið og hafði eiginlega áhyggjur af því hvar hún væri niðurkomin...þessar áhyggjur Kúrbítsins voru svo sannarlega óþarfar.

Eftir að Dolly Parton dró sig í hlé að mestu leyti frá tónlistinni hefur hún ekki setið auðum höndum. Hún ræður ríkjum í ört vaxandi skemmtanarisa í Bandaríkjunum sem ber nafnið Dollywood, fyrirtækið veltir árlega 200 milljónum dollara og vex gríðarlega á ári hverju...geri aðrir betur.

Kúrbíturinn er ánægður með Dolly, stoltur af stelpunni og biður hana vel að lifa...

Vængjuð orð...

“it takes a lot of money to look this cheap”

Dolly Parton

Engin ummæli: