mánudagur, 1. nóvember 2004

Það skal ekki gerast...
Kúrbíturinn hefur nú búið í Mílanó í bráðum eitt ár, líkað vel og verið sáttur með lífið og tilveruna. Á þessu tímabili hefur Kúrbíturinn ekki verið með neitt farartæki til umráða, nýtt sér almenningssamgöngur og verið mjög sáttur. Hugarfarið gagnvart tíma breytist í borg eins og Mílanó, tíminn gengur hægar og allt er einhvern veginn afslappaðra.

Þegar Kúrbíturinn bjó síðast í Reykjavík átti hann bíl, kannski ekki þann fallegasta en þetta var bíll. Kúrbíturinn var háður bílnum sínum og gat ekki einu sinni ímyndað sér að labba út í matvörumarkaðinn sem tók hann u.þ.b. 10 mínútur...hugarfarið var svo sannarlega allt öðruvísi.

Þegar Kúrbíturinn kemur til landsins í lok ársins mun hann gera allt í sínu valdi stendur til þess að ánetjast ekki þessum slæmu hliðum sem einkenna lífið í Reykjavík. Kúrbíturinn ætlar ekki að kaupa sér bíl heldur ætlar hann að reyna að búa svo um hlutina að hann geti gengið eða hjólið nánast allt sem hann þarf að fara. En að sjálfsögðu getur maður ekki gengið eða hjólað allt og í þau skipti mun Kúrbíturinn að taka strætó eða einfaldlega að panta leigubíl. Hér fyrir neðan hefur Kúrbíturinn tekið saman topp 10 lista yfir jákvæðar hliðar þess að eiga ekki bíl:

1. Maður kemst í toppform á því að ganga og hjóla um borgina.

2. Maður öðlast tíma til þess að hugsa um lífið og tilveruna

3. Maður kynnist borginni sinni mun betur .

4. Maður ekki sekur af því að vera spúa koltvíoxíði út í andrúmsloftið.

5. Maður er í minni hættu á því að lenda í slysi og óhöppum.

6. Maður sparar 630.035 kr. á ári, miðað við útreikninga FÍB.

7. Maður hittir fullt af fólki á leið sinni sem maður hefði ekki hitt ef maður væri á bil.

8. Maður nýtur útiverunnar í mun meira mæli en ella.

9. Maður þarf ekki að leita sér að stæði þegar maður kemur á áfangastað.

10. Maður þarf ekki að hafa endalaust í klink í vasanum til að borga í stöðumæla

Til þess að Kúrbíturinn þurfi ekki að eiga bíl ætlar hann að búa miðsvæðis og vinna miðsvæðis...þaðan er svo einnig stutt á Hlíðarenda.

Hrósið...
Kúrbíturinn fór eins og áður sagði hringinn í kringum í ágúst síðastiðnum ásamt systur sinni. Á þriðja degi keyrði Kúrbíturinn inn á Djúpavog, nokkuð svangur og þráði næturgistingu. Þarna var Kúrbíturinn svo sannarlega staddur á réttum stað...Hótel Framtíð er stórkostlegt hótel.

Kúrbíturinn gekk inn í fallegt bjálkahús, fékk æðislegt herbergi, kaldan öl og góða samloku...sem sagt allt til alls.

Kúrbíturinn mælir svo sannarlega með þessu hóteli og hvetur alla til þess að kíkja.

Engin ummæli: