Margt líkt með ólíku...
Þegar Kúrbíturinn fór í heimsókn til Íslands í ágústmánuði síðastliðnum ferðaðist hann ásamt systur sinni um landið í nokkra daga. Kúrbíturinn fór meðal annars upp á Kárahnjúka, Laugavelli og uup í Grágæsadal.
Kúrbíturinn keyrði marga slóða, átti stundum erfitt með að rata og má svo sannarlega líkja gatnakerfi hálendinsins við hið sérstaka gatnakerfi Kópavogsbæjar...sem sagt fullt af botngötum og ranghölum.
Stórkostlegt tónlistarsafn...
Kúbíturinn gerði mikil mistök þegar hann var að taka til sig til fyrir þessa ferð...hann gleymdi að taka með sér geisladiska. Þar með þurftu Kúrbítseyrun að njóta tónlistarsmekks föður síns í þessari ferð og kom furðulega heill úr henni. Safn Kúrbítsföðursins inniheldur meðal annars diska með snillingum á borð við Alferð Clausen, Sigurð Ólafssonar, Elvis Presley og Smárakvartettinn...sannkallaðir meistarar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli