miðvikudagur, 15. desember 2004

Kominn til Mílanó á ný...
Kúrbíturinn er kominn aftur til Mílanó og bullandi hamingja í gangi. Kúrbíturinn skrapp til London yfir helgina, kom kvinnu sinni á óvart á flugvellinum og tók hana með sér til Mílanó á nýjan leik. Kúrbítshjónin áttu skemmtilega tíma í London, tímanum eytt í rölt á milli pöbba með tilheyrandi bjórdrykkju í góðra vina hóp.

Nú blasir skemmtileg vika við Kúrbítshjónunum áður en haldið verður norður á bóginn í faðm fjölskyldu og vina. Þau ætla að eyða tímanum í búðarráp, kveðjustundir og náttúrulega fara á öll uppáhalds kaffi- og veitingahúsin sín í Mílanóborg.

Kúrbíturinn er lukkulegur í dag...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þó mér finnist líklegt að hugmyndin hafi þegar komið upp þá legg ég til að sest verði niður á nálægum pizzastað og pantaðar tvær Mar Rosso og lítri af rauðvíni.
Það verður gaman að fá ykkur heim

kv,
Piparsveinninn

Nafnlaus sagði...

Ciao cari.
Verið velkomin aftur í borgina :o) Fundum hvernig lifnaði við allri borginni þegar þið runnuð inn í borgina :o) Er ekki máilið að stúta nokkurm vino rosso í tilefni þess??

Kveðja frá B&G á Viale Regina Margherita 2. :o)