miðvikudagur, 22. desember 2004

Komið að kveðjustund...
Kúrbítshjónin munu í dag kveðja Mílanóborg, leggja land undir fót og er stefnan sett á grænu eyjuna í norðri. Undanfarnir dagar hafa farið í að kveðja þessa borg og allt sem hún hefur upp á að bjóða.

Kúrbíturinn er farinn í jólafrí fram yfir áramót því hann verður í fullu starfi við að éta á sig gat og hitta þá sem vilja hitta hann.

Lifi Hið Kúrbíska Heimsveldi...

Jóla- og nýárskveðja Kúrbítsins
Kúrbíturinn vill óska aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, krullhærðum jafnt sem slétthærðum, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar jóla og farsældar á komandi ári. Kúrbíturinn vill þakka aðdáendum sínum um allan heim fyrir árið sem nú er að líða, þetta var gott ár en það næsta verður að sjálfsögðu ennþá betra.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ykkur verður sárt saknað hérna í mílanó borg...
Með návist ykkar og frábæri samveru undanfarið ár hafið þið sko unnið ykkur inn opið boðskort til að krassa á nostro sofabed (í boði The Sofabed Foundation) hlökkum til að fylgjast með ykkur sigra skerið í viðskiptarheiminum. :o) chori chori humanani kakarikey kveðjur með dash af jóla og áramótakvejum frá ykkar rucolavinum Bigga piccante og Guðbjörgu funghi. :o)
Arrivederci.

Svetly sagði...

Veit ekkert hvunær þú sérð þetta "litli" minn...en til lukku með daginn.. :)