miðvikudagur, 29. desember 2004

Styrkjum í stað þess að sprengja...
Um þessi jól gerðust skelfilegar náttúruhamfarir í Asíu, yfir 40.000 manns hafa látið lífið og fer sú tala hækkandi með hverjum deginum. Sú borg sem einna verst fór út úr þessum hamförum var borgin Chennai á Indlandi. Það sem tengir Kúrbítinn við þessa borg er það að kvinna Kúrbítsins dvaldi þar síðustu sex mánuði, starfaði hjá neytendasamtökum og kynntist landi og þjóð af eigin raun. Að auki dvaldi Kúrbíturinn sjálfur í þessari borg í þrjár vikur í ágúst síðastliðnum og skemmti sér vel í þessu stórkostlega landi.

Þessa dagana er Rauði kross Íslands með söfnun til styrktar þeim þjóðum sem illa urðu úti af völdum þessara skelfilgu flóða sem urðu tugþúsundum að aldurtila. Kúrbíturinn skorar á þegna sína að legga sitt af mörkum í þessa söfnun. Hægt er að greiða inn á reikning hjálparsjóðs í banka 1151, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. Einnig er hægt að hringja í síma 907 2020 og þúsund krónur dragast frá símareikningi þínum.

Er þetta ekki spurning um að sleppa flugeldakaupum þetta árið og láta fjármunina þess í stað renna til fólks í fjarlægum löndum sem á svo sannarlega um sárt að binda um þessar mundir. Kúrbíturinn hefur heldur ekkert á móti því að fólk láti andvirði flugeldakaupanna renna til söfnunarinnar og kaupi sér svo einnig flugelda fyrir sömu upphæð.

Kúrbíturinn óskar öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góðan dag ;o)
Vá ég er í sjokki yfir þessari frétt eins og allir. Ég var mikið að spá hvort borgin sem Fríða var í hafi orðið fyrir þessum harmförum .....sem betur fer eruð þið óhult en leiðinlegt að þurfa horfa uppá borgina sem þú hefur kynnst þetta vel verða að engu...

kveðja Guðbjörg og Biggi ( á leið til Lux yfir áramótin)