Rándýra plaggið...
Kúrbíturinn hefur nú fengið í hendurnar plaggið sem hann hefur barist fyrir síðan í janúar...Kúrbíturinn er sem sagt endanlega útskrifaður frá Bocconi University.
Kúrbíturinn er sem sagt hættur í skóla...í bili.
Stórhættulegt fólk...
Í rigningunni í Mílanó undafarna daga hefur Kúrbíturinn komist að raun um það að lágvaxið fólk með regnhlífar eru stórhættulegt fólk.
Hrósið...
Kúrbíturinn vill hrósa Steinari Braga fyrir vitsmunalega og skemmtilega grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær, fimmtudag.
Kúrbíturinn hvetur þegna sína til þess að lesa þessa grein...með athygli.
3 ummæli:
Til lukku með útskriftina! Nú er bara að drífa sig heim á klakann. Það er roooosa gott veður!
Slydda, rigning, snjókoma, skafrenningur og rok eru allt fyrirbæri sem Kúrbíturinn þarf að fara að sætta sig við...þetta er allt til staðar á Íslandi.
Kúrbíturinn
Sæll Kúrbítur
Til hamingju með þennan merka áfanga. Þó reglan sé að það sem gerist í Mílanó verði eftir í Mílanó þá finnst mér sjálfsagt að gera undantekningu fyrir þetta nýja rándýra plagg.
bestu kveðjur,
Piparsveinninn
Skrifa ummæli