miðvikudagur, 1. desember 2004

Nú er það búið...
Kúrbíturinn hefur lokið mastersnámi sínu hérna í Mílanó, varði lokaverkefnið sitt í gær og er nú ekkert eftir nema útskriftin. Kúrbíturinn vann lokaverkefnið sitt í samvinnu við Rosenthal fyrirtækið hér á Ítalíu, vörnin gekk stórkostlega og vill Rosenthal fyrirtækið hér á Ítalíu að Kúrbíturinn kynni verkefnið einnig fyrir yfirmönnum Rosenthal í Þýskalandi í lok janúar....Kúrbíturinn er ánægður með lífið.

Nick Cave er kóngurinn...
Kúrbíturinn fór á mánudagskvöldið á tónleika snillingsins Nick Cave ásamt kúrbítsbróður sínum. Kúrbíturinn hafði miklar væntingar fyrir þessa tónleika þar sem Nick Cave búinn að vera átrúnaðargoð hans mjög lengi. Það má svo sannarlega segja allar væntingar og vonir Kúrbítsins hafi verið uppfylltar svo um munar, Nick Cave var í einu orði sagt stórkostlegur og gaf Kúrbítnum minningar sem munu lifa um aldur og ævi.

Nick Cave kom fram ásamt 7 manna hljómsveit sinni, Bad Sheeds, og með fjórar bakraddir. Hann var klædur í dökkgrá jakkaföt, hvíta skyrtu og að sjálfsögðu með hárið greitt aftur að hætti meistarans. Nick Cave and the Bad Sheeds voru mun rokkaðari en þeir hljóma á plötum sínum, Nick Cave hoppandi um sviðið á milli þess sem hann settist niður við píanóið og tók sín rólegri lög.

Þessir tómleikar voru í einu orði sagt frábærir, stórkostleg upplifun sem munu lifa sterkt í minningunni. Kúrbíturinn hvetur Ástrala til þess að gerast konungsveldi og skipa Nick Cave sem konung til lífstíðar...hann mun svo sannarlega standa undir nafni.

Hrósið...
Hrós dagsins fá Íslandsmeistarar Vals í innanhúsknattspyrnu, bæði í karla- og kvennaflokki og er þetta sannarlega góð byrjun á spennandi keppnistímabili.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta Kúrbi. En hvernig stendur á því að þú útskrifast um jól en ekki sumar.
Er ss. hægt að hefja nám í janúar sem og að hausti þarna í Bocconi ??.

Kv. Bjergvehn

Nafnlaus sagði...

GINFAN óskar Kúrbítnum til hamingju með þennan stórmerka áfanga í lífi sínu að ná að klára masterinn í fagi sínu.
Ginfan hlakkar til að sjá hann í marki íslandsmeistaranna innanhúss í sumar, þó að einungis verði í gegnum fótboltakvöld sjónvarpsins á internetinu.
kveðjur frá Nýja Sjálandi
Addi

Nafnlaus sagði...

Til lukku Kjartan með glæsilega mastersvörn, bið að heilsa Fríðu Indlandshetju,

Agla í Edinborg.

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn þakkar fyrir sig með roða í kinnum...