föstudagur, 26. nóvember 2004

Topp 10 listi yfir hluti sem hægt er að gera í kringum jólin
Tíminn fram að jólum er stórkostlegur tími, mikið að gera og mikil stemming í borginni. Þar sem nú er innan við mánuður er til jóla þá ætlar Kúrbíturinn að koma með 10 hugmyndir af skemmtilegum hlutum sem hægt er að gera í Reykjavík fram að jólum:

1. Ganga niður Laugaveginn, kíkja á kaffihús og virkilega drekka í sig stemminguna.
2. Drekka gott rauðvín og spila á spil í góðra vina hóp.
3. Stela smákökum..helst áður en þær fara inn í ofninn.
4. Liggja upp í sófa á aðfangadag og horfa á teiknimyndirnar í sjónvarpinu...allan daginn.5.
Vakna á jóladagsmorgun og borða afgangana af kræsingunum frá því kvöldinu áður.
6. Leggjast upp í sófa á jólanótt með góða bók, gott kaffi og ekki myndi góður kúbanskur vindill spilla gleðinni.
7. Kaupa sér risastórt púsl, liggja yfir því öll jólin og ná að klára það fyrir þrettándann...Kúrbíturinn hefur að vísu ekki næga þolinmæði né næga eirð í sér í svoleiðis.
8. Horfa á enska boltann á annan í jólum...það eru örugglega tveir leikir.
9. Hitta stórfjölskylduna og aðra ættingja í jólaboðunum getur verið mjög gaman...þetta er allt spurning um rétt hugarfar.
10. Liggja upp í sófa og gera nákvæmlega ekki neitt...getur verið stórkostleg upplifun.
11. Baka smákökur og búa til konfekt...háma það síðan í sig með góðum gestum á góðri stund.
12. Gera langan jólagjafalista og lauma síðan hintum að réttu aðilunum.
13. Keyra um borgina og skoða ofskreyttu húsin sem fjölgar með hverju árinu sem líður.
14. Kíkja á Kaffibrennsluna í góðra vina hóp, ná sér í gott borð við gluggann og kjafta um lífið og tilveruna. Það er einhver sérstök stemning að sitja þarna við gluggann, með góðan öl og jólastemninguna frá Austurvelli beint í æð.

Ef þið hafið stórkostlegar hugmyndir um hluti sem hægt er að gera um jólin þá endilega skrifið þið þær í kommentakerfið hér fyrir neðan. Kúrbíturinn mun vera duglegur að uppfæra listann fram að jólum.

Þakklætið...
Kúrbíturinn vill þakka Nick Cave fyrir að koma til Mílanó þessa helgina og halda tónleika á Alcatraz...sem er í göngufæri við heimili Kúrbítsins. Kúrbíturinn keypti sér miða í júlí síðastlinum og hefur beðið eftir þessum atburði með mikilli eftirvæntingu.

Gleðilega helgi......
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og farsældar í viku komandi.

2 ummæli:

Svetly sagði...

...hvað með, baka, búa til konfekt, gera jólakort, gera jólagjafalista og skemmtilegu hintin sem fljúga um það hvað mann langar í jólagjöf, spila - má ekki gleyma jólaspilunum, skreyta (en ekki fara yfir strikið), finna jóladressið, keyra um og skoða húsin hjá köllunum sem hafa tapað sér í jólaseríuuppsetningum (bara snilld)....

Darri sagði...

Topplisti enda 14 atriði á topp 10 listi : )

Annars hljómar þetta allt mjög vel!