fimmtudagur, 25. nóvember 2004

Gæti verið margt líkt með líkum...
Á undanförnum vikum hefur verið mikið stríð á íslenskum íbúðalánamarkaði, hámarkslán verið hækkuð og byrjað að bjóða upp á 100% lán. Nú er svo komið að þessi markaður er farinn að líkjast svolítið hinum vafasama olíumarkaði hér á landi. Sá markaður einkenndist af því að ef eitt olíufélagið lækkaði bensínlítrann um eina krónu þá lækkuðu hin félögin um það nákvæmlega sama. Ástæður þessa voru taldar vera þær að breytingar hefðu orðið á heimsmarkaðsverði eða það væri ógerlegt fyrir hin olíufélögin að sitja eftir með hærra olíuverð.

Í gær lækkaði Íbúðalánasjóður lánakjör sín um 0,15% og eru vextirnir hjá þeim 4,15%. Viðskiptabankarnir svöruðu þessu um hæl, breyttu vöxtunum sínum og eru þeir nú þeir nákvæmlega sömu og hjá Íbúðalánasjóð. Er það hrein tilviljun að bankarnir eru allir með nákvæmlega sömu vextina og nánast sömu skilyrðin til lántöku? Íslensku bankarnir eru misjafnlega stórir og hafa mismunandi lánshæfni á erlendum mörkuðum. Það gerir það að verkum að sumir bankarnir ættu í krafti stærðar sinnar og lánshæfni að geta boðið lægri vexti en keppinautarnir.

En vextirnir hjá þeim öllum eru þeir sömu...hver sú sem ástæðan gæti verið.

Engin ummæli: