miðvikudagur, 24. nóvember 2004

Að hugsa til lengri tíma...
Í gegnum tíðina hafa dýrar flíkur, kraftmiklir sportbílar, risastór einbýlishús og sumarfrí á sólarströndum verið helsti lúxus ríka fólksins í þessum heimi. En á undanförnum árum hefur önnur tegund af lúxus orðið sí eftirsóttari, þessi nýi er frelsi, óspillt náttúra og hreint loft og er talið að þessi tegund af lúxus muni verða sífellt eftirsóttari á næstu árum og áratugum. Í framtíðinni mun þetta verða mikill og arðsamur markaður, framlegð verður há og hagnaðurinn eftir því. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir þær þjóðir sem verða í fararbroddi á þessu sviði á næstu árum og áratugum.

Af þessum ástæðum gætu Íslendingar staðið með pálmann í höndunum ef rétt er haldið á málum. Eftir nokkur ár eða fáeina ártugi gætu Íslendingar verið búnir að byggja upp ferðaþjónustu sem lokkar til sín efnuðustu ferðamenn heimsins sem eru í leit að óspilltri náttúru, hreinu lofti og tæru vatni. Þetta er svo sannarlega mögulegt ef íslenskir ráðamenn láta af þessum stóriðjudraumum sínum, hugsi lengra fram í tímann og virkilega geri Ísland að hreinasta og óspilltasta landi í heimi. Þrátt fyrir það sem á undan hefur gengið á Ísland ennþá möguleika ef allir taka hönum saman og stefna í átt að sama markmiðinu. En til þess að þetta verði að veruleika þurfa íslenskir ráðamenn, eins og áður segir, að hugsa mun lengra fram í tímann og hætta að taka einungis ákvarðnir sem hafa það að markmiði að tryggja þeim völd eftir næstu kosningar.

Ísland...bezt í heimi

Hrósið...
Hrós dagsins fá allir þegnar Hins Kúrbíska Heimsveldis fyrir það að hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera hluti af þessu stórkostlega heimsveldi.

Engin ummæli: