mánudagur, 21. febrúar 2005

Heilbrigð fyrirtæki...öllum til góða
Kúrbíturinn hefur trú á því að það sé öllum til góðs að fyrirtæki sýni af sér ábyrga hegðun, stuðli að betra samfélagi og styðji við bak á þeim sem minna mega sín. Sem dæmi um slíkt fyrirtæki er bandaríski ísframleiðandinn Ben & Jerry's. Fyrirtækið gefur 7,5% af hagnaði sínum til góðgerðarmála, forstjóri fyrirtækisins er aldrei á meira en sjöföldum launum þess starfsmanns sem er með lægstu launin og það stofnaði útibú í Harlem þar sem allir starfsmenn fyrirtækisins eru heimilislausir og að auki er 75% af hagnaði þess útibús notaður til uppbyggingar á hverfinu.

Kúrbíturinn telur að fyrirtækið hagnist á þessum starfsaðferðum, fólk beinir viðskiptum sínum fyrirtækinu og allir hagnast af starfsemi þess.

Skemmtileg heimasíða...
Kúrbíturinn bjó síðustu mánuði síðasta árs með litla bróður sínum, nú hefur hann tekið yfir hina litlu íbúð Kúrbítsins og er virkilega að gera góða hluti í hátískuborginni. Kúrbítsbróðirinn heldur úti skemmtilegri heimasíðu og hvetur Kúrbíturinn alla þegna Hins kúrbíska Heimsveldis að kíkja á hana með því að klikka hér.

Engin ummæli: