þriðjudagur, 22. febrúar 2005

La Cantina delle Zucchine
Nú er 2005 rauðvínsárgangur La Cantina delle Zucchine kominn í fulla gerjun og er búist við stórkostlegum árgangi þetta árið. Samkvæmt reglum víngerðarmanna á vínið að geymast á flöskum í heilan mánuð en það hefur aldrei gerst hjá Kúrbítnum. Venjulega er síðasta flaskan búin þegar þessum geymslumánuði er lokið, Kúrbíturinn er óþolinmóður að eðlisfari og vill fá sitt rauðvín sem allra fyrst. Að þessu sinni stefnir Kúrbíturinn að því að bíta á jaxlinn, blóðga nokkrar tennur og halda aftur af sér í svona 1-2 mánuði. Kúrbíturinn er svo sem ekki bjartsýnn á að standa við þessi orð sín og verður væntanlega byrjaður að sulla í þessu innan skamms.

Kúrbíturinn þarf sitt rauðvín...

1 ummæli:

Dorigull sagði...

Ég hef trú á þessum árgangi og ég hef líka trú á því að ekkert verði eftir þegar ferlinu líkur.
Ma Salute per La cantina della Zucchine.