þriðjudagur, 15. febrúar 2005

Nú er það grátt...bráðum hvítt
Kúrbíturinn er kominn af hvítum mönnum...af húð og hári. Á undanförnum misserum hefur gráum hárum Kúrbítsins fjölgað ógurlega og er svo komið að hvítu lokkarnir sjást úr nokkurra metra fjarlægð. Það má eiginlega segja að það sjáist fyrir endan á þessari þróun...það verða alhvít jól í nánustu framtíð.

Það er svo sannarlega ekki einnungis á hausnum sem farið er að glitta í hvítu hárin. Augabrýrnar og augnhárin eru farin að skipta litum og fer þessi þróun sem eldur í sinu um líkama Kúrbítsins. Kúrbíturinn á von á því að bringuhárin þrjú munu á næstu misserum skipta litum...svo koll af kolli.

Kúrbíturinn telur að árið 2015 verði hann alhvítur frá toppi til táar, frá hvirfli til ilja. Kúrbíturinn hefur ákveðið að halda minningarhátíð á þeim degi sem síðasta hár líkama hans skiptir litum...þá verður svo sannarlega kátt í höllinni. Þar verður háralits Kúrbítsins minnst með látlausri athöfn, allar gjafir verða afþakkaðar en þeim sem munu vilja minnast þeirra er bent á Barnaspítala Hringsins.

Engin ummæli: