Skelfileg viðbygging...
Kúrbíturinn kíkti á Þjóðminjasafnið í gær, skoðaði þar hönnunarsýningu og fannst hún ágæt. Nú eru komnir nokkrir mánuðir síðan að safnið var opnað eftir miklar endurbætur, breytingarnar tókust að mestu nokkuð vel og vandað til allra verka. En það var eitt sem fór fyrir brjóstið á Kúrbítnum en það var lítil viðbygging við húsið sem hýsir kaffihús safnsins. Þessi litla viðbygging er með öll óviðeigandi og gerir ekkert annað en að rýra fegurð þess og heildarmynd. Kúrbíturinn telur það vera vandasamt að hanna viðbyggingu við jafnt sögufrægt hús og Þjóðminjasafnið er, hún þarf að falla vel að húsinu og að sjálfsögðu að koma með ferskan blæ á húsið. Í þessu tilfelli tókst arkitektinum alls ekki nógu vel upp og telur Kúrbíturinn að viðbyggingin verði rifin einhverntímann í framtíðinni...að sjálfsögðu er sjón sögu ríkari.
Hamingjuóskir dagsins...
Kúrbíturinn vill óska Gylfa Einarssyni til hamingju með frábæra byrjun hjá Leeds United og ef hann heldur áfram sem horfir þá er stutt í það að hann verði keyptur til stórliðsins Southampton...sem er náttúrulega draumur allra knattspyrnumanna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli