Fiskibollur og bollur...
Kúrbítnum var boðið í mat til foreldra sinna í gærkvöldi í tilefni bolludagsins. Í aðalrétt voru fiskibollur og í eftirrétt var boðið upp á dýrindis bollur að hætti hússins.
Kúríturinn var uppnuminn af matseðli kvöldsins, gæddi sér á hvoru tveggja af mikilli áfergju og sofnaði svo sannarlega með fullan maga af hinum ýmsu bollum.
Kúrbíturinn þakkar móður sinni fyrir allar þessar bollur...
Topp 10 listi yfir uppáhalds tónlistarmenn Kúrbítsins
Hér fyrir neðan tilgreinir Kúrbíturinn þá tíu tónlistarmenn sem hafa verið í mestu uppáhaldi í gegnum tíðina. Þess má geta að tilviljunin ein ræður því í hvaða sæti hver tónlistarmaður lendir á listanum.
1. Nick Cave
2. Leonard Cohen
3. Jeff Buckley
4. Neil Young
5. Damien Rice
6. Johnny Cash
7. Megas
8. Bubbi Morthens
9. Jim Morrison
10. Bob Dylan
Þessi listi Kúrbítsins er að sjálfsögðu ekki tæmandi. Ef þegnar Hins Kúrbíska Heimsveldis vita um tónlistarmenn sem geta fallið að smekk Kúrbítsins hvetur hann þá endilega að láta hann vita.
4 ummæli:
Af þessum lista sést að Sturluson brothers hafa álíkan tónlistarsmekk og hafa áhrif hvorn annan. Ég myndi gjarnan vilja fá að sjá Tom Waits á þessum lista annars er þetta mjög hnitmiðaður listi.
Kúrbítur þú gleymdir damien rice disknum en það kom sér ekki illa.
Hvað með snillinginn Nick Drake - já eða Marley-inn ??
Kv. Bjergvehn
Það er sko margt líkt með bræðrum...í þessu sem mörgu öðru.
Það er nú svo að Kúrbíturinn hefur ekki enn náð Tom Waits almennilega, han kemst því miður ekki á listann og svoleiðis er nú það.
Aftur á móti hefur það verið á stefnuskrá Kúrbítsins í marga mánuði að leggjast í Nick Drake og mun það svo sannarlega gerast sem allra allra fyrst.
Skrifa ummæli