Gjaldþroti bjargað fyrir horn...
Á undanförnum vikum hefur legið við andlegu gjaldþroti hjá Kúrbítnum því viðbrigðin við heimkomuna hafa verið mikil. Það er einhvern veginn of mikið að flytja heim á þessum árstíma, allra veðra von og landið svo grátt eftir litadýrð jólanna. Kúrbíturinn mælir með því að fólk flytji heim að sumarlagi og leyfi vetrinum að koma til sín hægt og bítandi.
En Kúrbíturinn er á uppleið, ætlar að láta til sín taka á nýjum stað og halda ótrauður í átt að nýjum markmiðum. Lífið er hverfullt, hlutirnir breytast en allir lenda í þeirri stöðu á lífsleiðinni að þurfa að hugsa dæmið upp á nýtt.
Kúrbíturinn er spenntur fyrir komandi misserum þó að hann viti ekki baun hvað framtíðin ber í skauti sér...það er þessi óvissa sem er svo heillandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli