“Öruggur staður til að vera á...”
Við fæðingu er manneskjan búin að eiga níu mánaða dvöl í móðurkviði, við allsnægtir og má með sanni kalla “öruggan stað til að vera á”. Síðan þegar manneskjan kemur í heiminn þá einkennist líf hennar af endalausri leit eftir þessum örugga stað. Þessi öruggi staður er sá staður sem við leitum til í erfiðleikum okkar, deilum gleðinni, sorginni og öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða.
Sumir finna þennan stað snemma á lífsleiðinni, aðrir seint og sumir alls ekki. Sumir finna hann oft, aðrir skipta um stað og enn aðrir eru í endalausri leit að nýjum öruggum stöðum alla tíð. Aðrir þurfa aðeins að finna hann einu sinni. Það gerist oft að fólk vill gefa ákveðinn öruggan stað upp á bátinn, aðrir vilja berjast fyrir honum og enn aðrir eru fljótir að hefja leit að öðrum öruggum stað.
En þegar öllu er á botninn hvolft þá þrá allir “öruggan stað til að vera á”...og hann er svo sannarlega ekki Brimborg.
4 ummæli:
velkominn aftur herra kúrbítur...... :)
Djöfull ertu steiktur... úff....
Hvar var Kúrbíturinn á meðan Herrakvöldi Fylkis stóð? Ginfan saknaði hans og undirskriftar hans á Fylkisfánann víðförla þar sem flestir leikmenn meistaraflokks Fylkis árituðu.
Ginfan óskar eftir því að hitta Kúrbítinn snemma næstu viku til að fá áritun heimsveldisins.
Kúrbíturinn mætti á Herrakvöldið, skemmti sér nokkuð vel en að hafa ekki hitt Ginfan setur liðinlegan blett á kvöldið.
Kúrbíturinn finnst það mikill heiður að fá að vera einn af þessum útvöldu sem fær að að skrifa nafnið sitt á þennan víðförla fylkisfána. Kúrbíturinn mun með glöðu geði hripa nafn sitt hvar og hvenær sem er.
Skrifa ummæli