Látum þá borga brúsann...
Kúrbítnum finnst alveg ótrúlegt að fólk geti farið upp á hálendi landsins, fest bílinn sinn í næsta skalfi og látið þyrlu sækja sig án þess að þurfa að borga krónu fyrir herlegheitin. Kúrbítnum finnst hálendistúristar og aðrir sem fara þangað í frístundum eigi annaðhvort að borga þennan leitarkostnað úr eigin vasa eða kaupa sér sérstaka hálendistryggingu. Ef þegnar Hins kúrbíska Heimsveldis vilja sjá mynd af þessum keflvísku mannvitsbrekkum sem týndust upp á hálendinu nýverið þá er hægt að ýta hér.
Það gengur ekki að festa jeppann í krapa, láta þyrluna sækja sig og mæta síðan skælbrosandi á forsíðu Fréttablaðsins...allt á kostnað almennings í landinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli