Gleðilega páska...
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, slétthærðum og skollóttum jafnt sem krullhærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegra páska og vonar að allir hafi það sem allra best.
Farinn af landi brott...
Kúrbíturinn hefur ákveðið að eyða páskunum í Mílanóborg, endurnýja kynni sín við nokkrar rauðvínstegundir og éta á sig gat af ítölskum kræsingum.
1 ummæli:
ooooooooohhhhhhhhhhhhhh, biðjum að heilsa og gleðilega páska sömuleiðis.
Skrifa ummæli