fimmtudagur, 31. mars 2005

Það var reynt við Kúrbítinn…
Kúrbíturinn fór út á lífið í Mílanó um nýliðna helgi. Gekk einn heim eitt kvöldið, stöðvaður af bíl og varð fyrir viðreynslu. Manneskjan í bílnum spurði Kúrbítinn um limastærð hans og verð fyrir ákveðna þjónustu. Sá sem framkvæmdi þessa óvenjulegu viðreynslu var viðbjóðslegur karlmaður á sextugsaldri sem var keyrandi BMW-inum sínum um borgina í leit að ungum karlmönnum. Kúrbíturinn vissi ekki hvort hann ætti að berja gaurinn, öskra á hann, kveikja í bílnum hans eða hlaupa í burtu. Kúrbíturinn gerði ekkert af þessu heldur gekk í burtu skellihlæjandi.

Eitt sérstakt við þessa viðreynslu mannsins er að hann framkvæmdi aðra nákvæmlega eins viðreynslu við bróður Kúrbítsins fyrir einungis nokkrum vikum. Hann hefur eitthvað “thing” fyrir hávöxnum íslenskum strákum.

Það er svo sannarlega skrýtið og brenglað fólk í Mílanóborg…

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Held ég kannist nú við þetta! Í þá gömlu góðu daga...trallirallirei

-Kári
ex-Mílanó búi
www.blog.central.is/damastah

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn biður Kára velkominn í Hið Kúrbíska Heimsveldi.