Kúrbíturinn heldur ekki vatni...
Þessa dagana hefur sami tónlistarmaðurinn verið í spilaranum hjá Kúrbítnum. Það er eins og allt verði að venjubundnum hálfkæringi í samanburði við meistara Johnny Cash. Kúrbíturinn telur að þessi maður hafi einfaldlega verið snillingur og bera meistaraverk hans þess glöggt merki.
Veltingur...
Er jafn auðvelt að gera einfalt mál flókið og að einfalda flókið mál?
Gleym mér ei...
Kúrbíturinn mælir ekki með því að gleyma vegabréfinu og einu bíllyklunum sínum í fjarlægum löndum...þetta gerðist fyrir Kúrbítinn um nýliðna helgi.
2 ummæli:
Heh - einhvernvegin held ég líka að það sé eitthvað sem kæmi/komi bara fyrir kúrbítinn (að gleyma b.lyklum og passa þ.e.a.s...)
Kúrbíturinn telur þetta vera einstæðan hæfileika en kannski ekki mjög eftirsóttan. Kúrbíturinn er á leið til Portúgal og hefur hann sett það sér sem markmið að koma með allt heim.
Skrifa ummæli