mánudagur, 4. apríl 2005

Sjénsinn tekinn...
Þegar farið er í ferð er mikilvægt að vita hvert á að halda og vita réttu leiðina að áfangastaðnum. Ef þessi grundvallaratriði eru ekki á hreinu er erfitt að komast á leiðarenda, hvort eigi að fara til hægri eða vinstri og sjénsinn tekinn í hvert einasta sinn. Á þennan hátt getur stutt ferð tekið heila eilífð, endalausir botnlangar og óskiljanleg umferðarmannvirki.

Á það sama við um lífið?

Þakklæti dagsins...
Kúrbíturinn vill þakka Hjálmum fyrir flotta tónleika síðastliðið laugardagskvöld.

Loforðið...
Kúrbíturinn hefur gefið sjálfum sér loforð og mun standa við það. Hvað felst í þessu loforði mun Kúrbíturinn halda leyndu um ókomna framtíð.

Engin ummæli: