þriðjudagur, 5. apríl 2005

Sullandi hauslaus...
Kúrbíturinn hefur alist upp við þá drykkjumenningu á Íslandi að það sé í lagi að detta svakalega íða um helgar ef maður er stabíll á virkum dögum. En á Ítalíu lærði Kúrbíturinn að það er í besta lagi að sulla í rauðvíni og öðru gutli alla daga vikunnar. Þetta er allt gott og blessað. En það er kannski svolítið hættulegt ef Kúrbíturinn blandar þessu tvennu saman, hauslaus um helgar og sullandi þess á milli.

Leitin að hamingjunni...
Þú verður að leita að þinni hamingju sjálfur, það gerir það enginn fyrir þig.

Hamingjuóskir dagsins...
Kúrbíturinn óskar Megasi til hamingju með sextugsafmælið fimmtudaginn 7.apríl...þar er svo sannarlega snillingur á ferð.

Farinn af landi brott...
Kúrbíturinn verður að hryggja þegna sína enn á ný með þeim fréttum að hann er farinn af landi brott um vikutíma. Þegnar Hins Kúrbíska Heimsveldis verða því að bíða í vikutíma eftir næstu gullkornum Kúrbítsins. Að þessu sinni er ferðinni heitið til Portúgals þar sem hin ýmsu afbrigði púrtvíns verða smökkuð og sólin sleikt af áfergju.

1 ummæli:

Dorigull sagði...

Þú stoppar ekkert að viti á Íslandi, góða skemmtun bró.