Stórkostleg kaup...
Kúrbíturinn fór í bæjarferð í fyrradag, fjárfesti lítillega til framtíðar og er ánægður með fjárfestinguna...áhættan lítil sem engin og arðurinn af henni stórkostlegur. Kúrbíturinn kíkti í Fríðu Frænku, festi kaup á rauðum eldgömlum hægindastól og greiddir heilar 5.000 kr. fyrir herlegheitin. Hægindastóllinn er svo sannarlega hokinn af reynslu, með breitt bak og man sko tímana tvenna.
Kúrbíturinn ætlar sér að detta í bókalestur á næstu vikum og klára jólabækurnar.
Gleðilega helgi...
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, slétthærðum og skollóttum jafnt sem krullhærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og farsældar í viku komandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli