fimmtudagur, 3. mars 2005

Ólöglegt samráð í uppsiglingu...
Kúrbíturinn hefur ekki ennþá tekið olíufélögin í sátt eftir að þau tóku alla landsmenn í rassgatið í allt of langan tíma. Kúrbíturinn hefur reynt að snúa viðskiptum sínum annað en hefur þrátt fyrir mikið hatur verslað þar fáeinum sinnum.

Kúrbíturinn hefur tekið eftir því að starfsmenn olíufélaganna eru mjög fljótir að spyrja hvort viðskiptavinurinn vilji kvittun eða ekki. Augljósa ástæðan er sú að kvittanapappírinn er dýr og olíufélögin að spara til þess að eiga fyrir sektunum, sem voru hlægilega lágar. Kúrbíturinn telur samt ástæðuna vera allt aðra og mun alvarlegri fyrir okkur neytendur. Olíufélögin eru að reyna að koma í veg fyrir að viðskiptavinirnir þeirra fái kvittun til þess að lágmarka sektargreiðslur sínar í næsta skipti þegar þau verða tekin fyrir ólöglegt samráð. Þegar þau verða næst tekin fyrir ólöglegt samráð munu því landsmenn ekki hafa neinar kvittanir og munu því ekki geta leitað réttar síns fyrir dómstólum.

Kúrbíturinn hvetur landsmenn til þess að biðja um kvittun...

1 ummæli:

Dorigull sagði...

Ég vil þakka þér sömuleiðis fyrir góða kvölstund um daginn. Eftir tæpan mánuð verður engin rauðvínsskortur hjá okkur bræðrum og þá getum við talað saman endalaust og bætt gömul met.