miðvikudagur, 2. mars 2005

Er munur á kúk og skít...
Það er talið skelfilegt ef einhver fremur morð en það er réttlætanlegt að ein þjóð ræðst á aðra þjóð og drepur 100.000 manns. Svipað og mörgum þykir það skelfilegt að drepa eina flugu með berum höndum en réttlætanlegt að nota flugnaeitur og drepa með þeim hætti nokkur hundruð...hann er svolítið skrýtinn þessi heimur.

Vængjuð orð...
Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði

“Sr. Friðrik Friðriksson”

Hamingjuóskir dagsins...
Kúrbíturinn óskar Steinari Braga Guðmundssyni til hamingju að vera einn af þeim útvöldu til ritlauna fyrir árið 2005.

Engin ummæli: