föstudagur, 22. apríl 2005

Allt í einu en tómhentur heim...
Áhugamál Kúrbítsins snúa flest um það að láta sér líða vel og gera sem minnst. Þessi áhugamál hans eru að kýla sig út af kræsingum, góð vín, falleg náttúra, útivera, gönguferðir, gúrkuspil og stórkostlegur félagsskapur. Lengi vel var erfitt fyrir Kúrbítinn að koma öllum þessum áhugamálum fyrir á þessum 24 klukkustundum sem honum er úthlutað á degi hverjum. Lengi vel skárust þau á leiðinlegan hátt og oft urðu læti. Stundum mætti Kúrbíturinn fullur í fallegu náttúruna, heimtaði endalausar gönguferðir af vinunum og alltaf étandi á öllum spilakvöldum. Óferjandi og óalandi.

Þegar allir voru nánast búnir að fá sig fullsaddan og þolinmæðin á þrotum þá datt Kúrbítnum snjallræði í hug. Hann myndi sameina öll sín áhugamál, öll hans vandamál leyst á einu bretti og hamingja öllum til handa. Kúrbíturinn fékk veiðidellu, keypti sér græjur og vonaðist eftir þeim stóra. Að vísu er hann enn að vona.

Góð veiðiferð er hin fullkomna skemmtun. Stórkostlegar kræsingar, góð vín, falleg náttúra, góð heyfing, spennandi gúrkuspil og stórkostlegur félagskapur. Ef þessi atriði eru í lagi þá finnst Kúrbítnum svo sannarlega í lagi að koma fisklaus heim.

Engin ummæli: