þriðjudagur, 26. apríl 2005

Kúrbíturinn farinn aftur í skóla...
Kúrbíturinn hefur ákveðið að setjast á skólabekk á nýjan leik. Það er leikur að læra. Kúrbíturinn ætlar að fá sér bifhjólapróf, versla sér Vespu og þjóta um götur borgarinnar í sumar.

Kúrbíturinn er búinn að ákveða tegundina og er verið að leita að henni um gjörvalla Ítalíu. Kúrbíturinn bíður spenntur. Hann hefur ákveðið að fá sér Vespa 180 Rally árgerð 1970 og er svo sannarlega um safngrip að ræða. Hægt er að sjá mynd af slíku meistaraverki með því að ýta hér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Kjartan.
Glæsilegur gripur hjá þér og liturinn er alveg einstakur. Það verður gaman að sjá þig á götum borgarinnar á þessum grip.

Kveðja
Stormurinn