fimmtudagur, 28. apríl 2005

Skipulögð óreiða...
Kúrbíturinn hefur tilhneigingu til þess að sanka að sér hlutum úr öllum áttum, hver um sig er svo sannarlega stílbrot og allt í einum hrærigraut. En þegar óreiðan er orðin mikil kemur dásemdin í ljós, þegar öll hin ólíku brot mynda hina dásamlegu heild.

Upp í kok...
Kúrbíturinn er kominn með upp í kok af Diane Chambers, orðinn þreyttur á henni og vonast til þess að Sam Malone sparki henni sem allra fyrst.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki spurning um að slaka á skjánum og einbeita sér að því sem meira máli skiptir. Vissulega grundvallast gildismat þitt á einstaklega heimskulegum hlutum en þú hlýtur, sem greindur einstaklingur þótt við grænmeti sért kenndur, að sjá villu þíns vegar á endanum og ákveða að eyða orku þinni í annað en sjálfhverfar rauðvínsslegnar -ekki einu sinni trendí- jaðarpælingar. Við bloggsamfélagsmeðlimir líðum ekki svona barlóm og ráðleggjum þér eindregið að hressa þig við og rífa rassinn á þér upp úr glasbotninum og fara að lifa lífinu.... skál frá fellow blogger....