mánudagur, 9. maí 2005

Átt´eitt sinn bíl…
Það var sú tíð að stór hluti af ásýnd Kúrbítsins var eldgamall Benz, fallegur í alla staði og traustur félagi. Kúrbíturinn ákvað með tárin í augunum að selja gripinn til þess að fjármagna Ítalíudvöl sína um árið. Át hann og drakk. Kúrbítnum finnst þessi bíll enn vera sá fallegasti í heimi og gæti ekki hugsað sér betri bíl. Þarf kannski að fá sér bíl í framtíðinni, klórar sér í hausnum og hugsar sitt ráð.

Á Kúrbíturinn sem sagt að gera allt í sínu valdi stendur til þess að eignast bílinn á ný? Eða er þetta tímabil búið í lífi Kúrbítsins?

Á Kúrbíturinn endalaust að hugsa til baka um hvað það var nú gaman að eiga þennan stórkostlega bíl? Eða á Kúrbíturinn að horfa fram á við og finna sér kannski einn daginn annan bíl?

Á endanum fer allt einhvern veginn, á allan hátt og allt saman...

Veltingur...
Sumir borða til að lifa en aðrir lifa til að borða.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Framtíðin er málið :)