Enn hrekkja bókabúðir...
Kúrbíturinn kíkti í sakleysi sínu í bókabúð í gær. Skortur á pennum. Gleymdi að kaupa pennann en keypti tvær Tinnabækur í safnið. Eftirfarandi bækur bættust í safnið í gær: Kolafarmurinn og Fjársjóður Rögnvaldar Rauða.
Dagurinn í dag...
Uppreisnarmaðurinn Che Guevara fæddist þennan dag árið 1928.
Vængjuð orð...
“Mér er sama þó ég falli svo lengi sem einhver annar tekur upp vopn mitt og heldur áfram að skjóta”
Che Guevara (1928-1967)
Afvelta í láréttri stellingu...
Kúrbíturinn át yfir sig af Parmiggiano Reggiano í hádeginu, illt í maganum og liggur afvelta.
Hér er svo sannarlega um hamingjuvandamál að ræða....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli