miðvikudagur, 15. júní 2005

Góðir hlutir gerast hægt... stundum of hægt
Kúrbíturinn er oft vanafastur á góða hluti, nauðsynjahluti. Á morgnana fær hann sér oft hafragrautinn sinn, góðan kaffi og les morgunblöðin fram í rauðan dauðann.

Þessi heilaga athöfn tók Kúrbítinn rúmlega þrjár og hálfa klukkustund í morgun. Það getur kannski verið að Kúrbíturinn þurfi að hugsa sinn gang, hraða og forgangsraða þessum hlutum. Örlítið en alls ekki mikið.

Engin ummæli: