þriðjudagur, 7. júní 2005

Mogginn samur við sig...
Þegar Kúrbíturinn náði sér í Moggann sinn í morgun þá blasti við honum ótrúleg sýn, eitthvað sem ekki hafði gerst í mörg ár. Sjálft Morgunblaðið var þykkt í líkingu við það sem gerðist hér den tíð. Það hefði mátt halda að einhver merkismaður hefði gefið upp öndina, Laxness ætti 100 ára starfsafmæli eða þingmenn landsins hefðu ekkert betra að gera en að senda gríðarvaxnar greinar í blaðið. Skýringin á þykkt blaðsins að þessu sinni var sú að hið geysilega vinsæla Bændablað fylgdi því í dag, upp á tæpar 70 blaðsíður.

Hér eftir mun kúrbíturinn ávallt skrifa nafn morgunblaðsins með litlum staf...

Engin ummæli: