mánudagur, 4. júlí 2005

Andans máttur...
Kúrbíturinn er á leið til Mílanó á nýjan leik. Það er ekki borgin sem kallar á hann, borgin ein og sér er dauð. Það er fólkið sem glæðir lífi í borgina. Hús, götur og torg. Borgin er leiksviðið, fólkið eru leikendurnir og allt iðar af lífi.

Vængjuð orð...
“Stóru þjóðirnar hafa alltaf hagað sér eins og glæpamenn og smáþjóðirnar eins og mellur.”

Stanley Kubrick

Punktur, punktur, komma, strik...
Það var magnþrungin stund hjá Kúrbítnum klukkan 22.50 í gærkvöldi. Mikið um dýrðir. Stórmyndin Punktur, punktur, komma, strik var á dagskrá Stöðvar 2 og Kúrbíturinn límdur við kassann. Kúrbíturinn varð vitstola, brjálaður og reiður. Löggulíf var í kassanum eftir allt saman. Slæm skipti.


Það er hinn magnaði leikari, Pétur Björn Jónsson, sem á mikilfenglegan leiksigur í þessari mynd. Stórkostleg tilhlökkun Kúrbítsins breyttist á augabragði í stórkostlega gremju, vonbrigði og sorg.

Lifi Pétur Björn Jónsson...að eilífu.

Gálgafrestur...
Kúrbíturinn hefur fundið íbúð næstu fimm vikurnar. Framhaldið óljóst. Nýju heimkynnin verða á Flókagötunni, nánar tiltekið á gatnamótum Auðarstrætis.

Leitin að áframhaldandi híbýli fyrir Kúrbítinn heldur áfram, gott að fá gálgafrest.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sorglegt að skipta þessari ágætu mynd út og það fyrir Löggulíf. Fannst þessi mynd að minnsta kosti verðskulda Dalalíf, jafnvel Nýtt Líf ef skipta átti henni út

Björninn

Dorigull sagði...

Gullið á heimleið frá Mílanó hlakka til að sjá brósa á morgunn. Fratello domani.