Lífsnauðsynlegt...
Kúrbíturinn leggur ótrúlega áherslu á fyrsta kaffibolla dagsins. Það er eitthvað ólýsanlegt samband milli Kúrbítsins og fyrsta kaffibolla dagsins, dagblað og hægindastóll setja svo punktinn.
Stórkostleg byrjun á góðum degi...
Góðráð dagsins...
Kúrbíturinn veit um stórkostlegt ráð við þynnku...
...ekki drekka of mikið.
Magnbólga óskast...
Í gegnum tíðina hefur verðbólgan leikið Íslendinga grátt og allt rokið upp úr öllu valdi á örskammri stundu. Kúrbíturinn er búinn að fá sig fullsaddan af henni og óskar eftir annarri tegund af bólgu. Magnbólgu, sérstaklega í rauðvíni. Magn rauðvínsflöskunnar myndi sveiflast frá degi til dags en verðið standa í stað eða lækka á sama tíma. Þannig gæti magn rauðvínsflösku geta orðið 1457 millilítrar í maí á næsta ári en verðið stæði að sjálfsögðu í stað.
Þá væri gaman að lifa...
Ný lausn, stórkostleg lausn...
Kúrbíturinn fékk flugu í höfuðið, nánar tiltekið hugmynd. Mun leysa híbýlisvandræði hans í nánustu framtíð. Það eru fullt til af einhleypum kvenpening sem eiga íbúðir. Kúrbíturinn mun gera hosur grænir, sýna sparihliðina og flytja inn á eina slíka.
3 ummæli:
hvar er kúrbíturinn???
hey þú ert snillingur!!!
ps. á punktur, punktur, komma, strik myndinni vildi ég vekja athygli þína á því að strákurinn vinstra meginn við uppáhaldið þitt er bróðir minn...neneneneneeeeeeee!!
Vááá...ég nánast þekki alla í þessari mynd.
Kúrbíturinn fer að snúa aftur í öllu sínu veldi...
Skrifa ummæli