Misjafnt...
Skapa peningar hamingjuna? Svarið er að hluta til jákvætt, á sinn hátt, stundum. Hamingjan felst í minningum. Minningum um allt hið góða sem gerist í lífinu. Svo sannarlega eru það stundum peningar sem mynda þær aðstæður sem skapa yndislegar minningar. Ekki alltaf.
Stundum geta því peningar verið af hinu góða, stundum ekki.
Jákvæð niðurstaða...
Ef Kúrbíturinn yrði tekinn til gjaldþrotaskipta í efnis- og andlegum skilningi yrði útkoman skrýtin. Eignahliðin í venjulegum efnahagsreikningi er oft skipt annarsvegar í efnislegar eignir og hinsvegar óefnislegar eignir, skuldir færðar á móti ásamt eigin fé. Efnislegar eignir Kúrbítsins eru svo sannarlega óverulegar, felast að mestu leyti í fartölvu og nærbuxum. Aftur á móti feitur liður sem fellur undir óefnislegar eignir, heitir stórkostlegar minningar.
Þegar jafnan Eignir = Skuldir + Eigið fé koma í ljós miklar eignir, stórkostlega hátt eigið fé en skuldir tiltölulega lágar.
Kúrbíturinn er sem sagt í góðu standi í efnahagslegu tilliti...
1 ummæli:
Kannski ekki beint sem peningarnir sem skapa góðar minningar, en þeir geta gert góðar minningar ennþá betri. Ég man þegar ég var ofan á esjunni með elskunni minni... gæti verið... Ég man þegar ég var á mont everest með 1934 Chardei Phourdon rauðvín, í miðnætursól, með kíki með ex-ray effect og hitablásara, með elskunni minni og Halldóri Ásgrímssyni að segja brandara.
Skrifa ummæli