laugardagur, 20. ágúst 2005

Áríðandi tilkynning!!!
Kúrbíturinn hefur ákveðið að viðhalda þeim sið gefa þegnum sínum virkilegt leyfi til þess að setja út á heimsveldið, segja hvað þeim býr í brjósti og tjá sig frá hjartanu.

Kúrbíturinn hvetur þegna sína til þess að brjótast út úr sinni skel hins kúgaða manns og segja allt sem þeir hafa Kúrbítnum til foráttu. Kúrbíturinn hvetur þegna sína til þess að láta svo sannarlega í sér heyra því svona tækifæri fá þegnar Hins Kúrbíska Heimsveldis aðeins einu sinni á ári hverju.

Lifi Hið Kúrbíska Heimsveldi...

Á ferð og flugi...
Kúrbíturinn hefur skipt um húsnæði nokkuð títt á þessu ári. Von bráðar verða heimilin orðin fimm á einungis átta mánuðum. Götuheitin eru eftirfarandi: Þingás, Lækjarás, Flókagata, Einholt og vonandi bráðum Þórsgata.

Í lausu lofti...
Það er ekkert á hreinu hjá Kúrbítnum þessa dagana. Margt í bígerð, vonir og væntingar. Óvissan er oft svo skemmtilega spennandi.

Engin ummæli: