sunnudagur, 28. ágúst 2005

Tú á ðifíl...
Kúrbíturinn hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross um næstu helgi og heiðra skemmtanalíf borgarinnar með nærveru sinni. Langt er síðan síðast en samt ekki of langt. Það er nokkuð ljóst að nokkrar rauðvín falla í valinn, ákefðin mikil og væntingarnar skrúfaðar í botn.

Þetta verður stutt, snarpt og tekið vel á því...öll þrjú kvöldin.

Hin fullkomna þögn...
Þegar Kúrbíturinn er búinn að sjá sama þáttinn af Staupasteini 25 sinnum er hann hættur að hlægja af bröndurunum. Þess í stað er þögnin allsráðandi, hlær í hljóði á réttum stöðum og líður vel.

Margbreytileg þessi rútína...

Skrítið og skemmtilegt...
Skemmtileg mynd af Kúrbítsbróður og Blandine Blixner, tekin á stórkostlegu kvöldi. Skömmu síðar datt Kúrbíturinn aftan af vespu, þar sem farþegarnir voru þrír.

Stundum detta menn...íða og af.



Vængjuð orð...
“Sometimes a man and a woman are so afraid of rejection that neither will take the first step admitting their true feelings”.

Norm (Cheers)

Fallegar götur...
Það eru margar fallegar götur í Reykjavík, skemmtilegar götumyndir og góður andi sem gerir þær að sérstakar. Það eru þrjár götur sem sérstaklega hafa heillað Kúrbítinn, þær eru Bjarnarstígur, Haðarstígur og Kárastígur.

Stórkostlegar götur í hjarta Reykjavíkur....

1 ummæli:

BJ sagði...

Já þetta er skemmtilegt & fallegt hverfi er þér eruð að fara að flytja í !.

Er ekki svo?