Skynsamleg innkaup...
Kúrbíturinn sannfærðist í dag um að innkaup hans væru svo sannarlega skynsamleg. Á pokalager Kúrbítsins eru eingöngu pokar frá Bónus og Áfengisverslun Ríkisins...
Kúrbíturinn hefur stórkostlegt innkaupavit...
Leitin endalausa...
Nú hefur Kúrbíturinn alið manninn á Þórsgötunni í þrjár vikur og liðið vel. Allt dæmið er fullkomið fyrir utan leitina endalausu. Kúrbíturinn finnur ekki þvottahúsið. Alla þessa daga hefur Kúrbíturinn ráfað um húsið, garðinn og Þingholtin. Þrátt fyrir röltin öll stendur leitin enn yfir.
Kúrbíturinn stefnir af því að finna fjandans þvottahúsið fyrir jól...
Þakkarorð...
Kúrbíturinn vill þakka öllum sem hafa lesið og mislesið, túlkað og mistúlkað, skilið og miskilið hina heilögu ritningu hans...undanfarna daga, vikur, mánuði og ár.
1 ummæli:
taktu vinstri, fyrir hornið um leið þú kemur út.... Inní portinu er hurð er þú hefur lykil af... Svo hægri & AUREKA - þvottahús minn kæri..
Lykillinn er að hurðinni gengur er með svona appelssínu dótaríi á, ef mig minnið ei svíkur,....
Skrifa ummæli