Fjársjóður fundinn...
Kúrbíturinn elskar margt, dýrkar sumt og þráir enn annað. Eitt af því er Staupasteinn, háleitur mælikvarði á það sem kallast húmor. Hann er svo sannarlega erfiður mælikvarði fyrir aðra glettni og gamansemi. Erfiðir mælikvarðar geta komið upp allstaðar.
Það var því stórkostleg tilfinning fyrir Kúrbítinn að komast yfir sex þætti úr fyrstu seríu sem hann hafði aldrei augum litið. Ótrúlegt en satt. Það væri freistandi fyrir Kúrbítinn að vera gráðugur og horfa á þá alla í einu. Svolgra þá í sig, vera saddur um nokkra stund. Kúrbíturinn hefur tekið ákvörðun og mun standa við hana. Einn þáttur á hverjum sunnudegi fram á árið 2006.
Rauðvín á maður að drekka oft, mikið í einu og njóta þess í botn.
Staupasteinn er allt annað mál...
3 ummæli:
skál!!
Besti sjónvarpsefnið á Íslandi í dag, gær og líklega á morgun líka!
dj
Það er svo sannarlega óumdeilanleg staðreynd...
Skrifa ummæli