Kúrbíturinn hefur gaman að görðum, sérstaklega almenningsgörðum. Það er alltaf mikið tilhlökkunarefni þegar Kúrbítsbræðurinir hafa tækifæri til þess að rasa út og kíkja í garðinn. Gerist ekki oft, nánast aldrei á Íslandi.
Í Mílanó gerðist það oft og alltaf gaman. Ekki þarf meira en góðan félaga, svifdisk og slatta af bjór. Sól og steikjandi hiti sakar aldrei og kannski nauðsynlegt. Þegar veðrið svíkur ekki verður gleðin ósvikin. Hálfbert kvenfólk allt í kring.
Kúrbíturinn saknar svo sannarlega garða, sérstaklega almenningsgarða.

Vængjuð orð...
"Allir menn deyja en það lifa ekki allir menn"
Gleðilega helgi...
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, slétthærðum og skollóttum jafnt sem krullhærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og vonar að allir hafi það sem allra best.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli