Gleðileg ár...
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, hávöxnum jafnt sem lágvöxnum, slétthærðum og skollóttum jafnt sem krullhærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegs árs og farsældar á komandi ári.
Góður tímapunktur...
Áramótin eru góður tími til þess að líta yfir farinn veg og meta hvort maður hafi gengið til góðs. Minningar rifjaðar upp og yljað sér við það góða sem gerðist á árinu. Mikið og margt. Áramótin eru að auki góður tími til þess að horfa fram á veginn, setja sér markmið og ákveða hvert á að stefna á nýju ári.
Árið hefur verið Kúrbítnum sérstakt og margt hefur gerst. Stórt og smátt, gott og slæmt. Hvert ár er sérstakt á sinn hátt, hefur sín einkenni og sinn karakter. Þegar á heildina er litið er Kúrbíturinn sáttur við árið sem er að líða undir lok og horfir björtum augum til komandi árs.
Styrkjum í stað þess að sprengja...
Á annan í jólum fyrir sléttu ári áttu sér stað hrikalegar náttúruhamfarir í Asíu, yfir 216.000 manns létu lífið í sjálfum hamförunum og yfir tvær milljónir manna hafa dáið úr hungri af ástæðum sem hægt er að rekja til flóðbylgjunnar. Á árinu 2005 varð að auki mikill jarðskjálfti í Pakistan sem varð þúsundum manna að bana og hætta er að sú tala muni hækka í hörðum vetri landsins.
Er ekki spurning um að sleppa flugeldakaupum í ár og láta fjármunina renna til þeirra þjóða sem eiga um sárt að binda. Kúrbíturinn hefur ekkert á móti því í sjálfum sér að fólk kaupi sér fullt af flugeldum ef það lætur sömu upphæð renna til góðra málefna á sama tíma.
2 ummæli:
er thetta ekki sama hugmynd og ydur her upp slogud seinasta aramot ???
Bjergvehn
Góður málstaður deyr seint...
Skrifa ummæli