Í síðdegissvalanum safnast saman gamlir menn. Berjast með kúlum til síðasta manns. Sá hæfasti lifir af og stendur uppi sem sigurvegari dagsins.
Það kemur dagur eftir hvern dag...

Hinn huglausi Kúrbítur...
Það er nokkrir hlutir sem Kúrbíturinn óttast meira en allt annað. Að fara í Kringluna fyrir jólin er einn af þessum hlutum. Skelfilegt. Kúrbíturinn er hræddur um að fara á límingunum, sturlast og ná sér aldrei aftur á strik.
Kúrbíturinn mun halda sér í miðborg Reykjavíkur...
Það er nú svo...
Kúrbítnum finnst brosið einn flottasti eiginleiki mannsins. Það er ókeypis og alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbæri. Brosið er auðveldar en grettan, færri vöðvar notaðir til verksins.
Orkusparnaður...
Maðurinn er eina dýrið í skóginum sem ræður yfir hæfileikanum að brosa.
Fjársjóður...
Höfuðdyggð landans...
Það hefur verið viðtekin venja hjá landanum að telja upptekni vera eina af höfuðdyggðum landans. Meira er betra á þeim vettvangi. Kúrbíturinn fellur þessa dagana í hóp með uppteknustu Íslendingum.
Upptekinn við að gera ekki neitt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli