Svo er nú það...
Öllum finnst hrósið gott og öllum finnst niðurrif vera af hinu verra. Samskipti skipta öllu máli og árangur samskipta endurspeglar hvernig fólki líður. Markmið allra hlýtur að vera að líða vel og láta öðrum líða vel.
Við hrós líður öllum vel og finnst til þeirra koma, öðlast orku til góðra verka. Á sama hátt lætur niðurrif öllum líða illa. Það er því allra hagur að hrósa öllum þeim sem hafa innistæðu fyrir því. Að öðrum kosti að þegja. Sleppa allri yfirborðsmennsku. Fólki líður vel þegar það hrósar öðrum. Eiginhagsmunasemi.
Því meira hrós því meiri hamingja...öllum til handa.
Það sem skiptir máli...
Fortíðin skiptir ekki máli, hún er liðin. Framtíðin er ekki runnin upp, hún er ókomin. Nútíðin er sú stund sem á að njóta, það andartak sem fólk upplifir hverju sinni.
Heilaþvottur og hugsanir
Hægt er að rökstyðja allt fyrir sjálfum sér, réttlæta það út í hið óendanlega og trúa því eins og heilögum sannleik.
Alveg sama um hvers konar vitleysu er að ræða...
Í upphafi hafa þessar hugsanir lítil áhrif en með tíð og tíma verður þetta manns eigin sannleikur.
Hvort sem hann er til góðs eða ills...
5 ummæli:
Smá komment um þetta.
Besta leiðan til að leiðrétta ranglæti er að benda á réttar leiðir, það er rétt. Við getum hins vegar ekki lært neitt nema af fortíðinni. Það er rétt að aukning hróss leiðir ekki sjálfkrafa til meiri ánægju, eins og kúrbíturinn bendir á. Höfum í huga að ofhól er í eðli sínu háð. Held hins vegar að gagnrýni sé ekki síður til þess fallin að rýna til gagns, þ.e. að gagnrýni sé nauðsynleg og þögn sé flótti. Sá sem ekki hefur kjark til að gagnrýni flýr með því að segja ekki neitt. Gagnrýni er nauðsynleg en þarf eðli málsins samkvæmt að vera uppbyggileg en ekki til þess fallin að staðfæra sekt. Framtíðin er ókomin en það sem við gerum og höfum gert stjórnar því hvernig hún verður.
takk fyrir síðast vinur minn,
kv,
Björninn
Að rýna til gagns er allt annað en niðurrif. Niðurrif er alltaf af hinu verra. Hrós er í flestum tilfellum til gagns sem og leiða fólk inn á betri veg með jákvæðri gagnrýni.
Kúrbíturinn telur þögnina vera betri en heimskulegt niðurrif án tilgangs. Niðurrif er sjálfselskur gjörningur framkvæmdur í þeim tilgangi til að líða sjálfum betur um stundarsakir.
Mæla þarft eða þegja á hér ágætlega við...
Langar að hrósa þér fyrir að vera góður penni,þekki þig ekki neitt en finnst alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt.Hafðu það gott um jólin.
Jólakveðja Guðrún
Kúrbíturinn roðnaði og þakkar fyrir sig.
Algott þegar maður reynir að rökræða málin kl 4 að morgni eftir nokkra kalda, það meikar allt einhvern veginn svo mikið sens
Björninn
Skrifa ummæli