mánudagur, 12. desember 2005

Markaðstorg fólksins...
Skemmtilegir markaðir eru allt um kring. Markaðstorg í öllum borgum og sveitum hvers einasta lands. Mílanó er þar engin undantekning. Þar eru markaðir nánast á hverjum degi, hver með sitt sérsvið og sína sérstöðu. Í einum hluta borgarinnar er haldinn antíkmarkaður. Síðasta sunnudag hvers mánaðar. Hægt að finna allt og ekki neitt. Allt frá skartgripum til húsgagna, frá hljóðfærum til farartækja. Gaman að grúska, róta og leita. Finna allt en stundum ekkert.

Stundum en ekki alltaf. Alltaf að reyna, annars aldrei...



Vængjuð orð...
”Hoppaðu upp í rassgatið á þér”

Ókunnur höfundur

Engin ummæli: